Forval næsta vetrar

Kynning á valáföngum sem í boði eru næsta vetur fer fram þriðjudagsmorguninn 19. febrúar kl. 9 - 10 fyrir 1. og 2. bekk og kl. 10 - 11:30 fyrir 3. bekk í stofum N2 - N4.
Sama dag skila nemendur forvalsblaði til umsjónarkennara þar sem þeir merkja við þá áfanga sem þeir vilja helst taka.
Þeir áfangar sem fáir velja í forvalinu detta út. Hinir fara á endanlegt valblað sem á að skila í byrjun mars.