Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti. Hægt er að velja um að vera annað hvort á mánudögum eða föstudögum.

Mánudagar 5., 12., 19. og 26. október
Föstudagar: 2., 9., 23 og 30 október
    
Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum eða föstudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar