Peysufatadagur

Peysufatadagur nemenda á 3. ári verður haldinn hátíðlegur á morgun föstudaginn 13. apríl. Nemendur verða önnum kafnir og allur dagurinn fer í skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi. Hér á eftir má sjá dagskrána:

Kl. 08:00      Morgunverðarboð Framsóknarkvenna í Ými við Skógarhlíð.
Kl. 09:20      Menntamálaráðuneytið við Sölvhólsgötu. Dansað og sungið fyrir Aðalstein Eiríksson fyrrverandi skólameistara Kvennaskólans og annað starfsfólk ráðuneytisins.
Kl. 10:00      Bessí Jóhannsdóttir formaður skólanefndar Kvennaskólans heimsótt á Einimel 26 og dansað og sungið þar fyrir utan.
Kl. 11:00      Komið í Kvennaskólann og dansað og sungið fyrir aðra nemendur og starfsfólk skólans.
Kl. 12:00      Ingólfstorg – dansað og sungið.
Kl. 12:30      Kringlan – dansað og sungið.
Kl. 13:30      Smáralind – dansað og sungið.
Kl. 14:30      Kvennaskólinn. Myndataka og síðan heitt kakó og vöfflur í mötuneytinu.
Kl. 19:00      Mæting í Félagsheimili Seltjarnarness. Kvöldmatur og húllumhæ til kl. 2:30.