Helstu dagsetningar haustannar 2008

Helstu dagsetningar haustannar eru sem hér segir:

- Skrifstofa Kvennaskólans opnar að nýju, að loknu sumarfríi, miðvikudaginn 6. ágúst 2008.
- Skólasetning verður klukkan 10:00 fimmtudaginn 21. ágúst 2008.
- Kennsla á haustönn hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 22. ágúst 2008.
- Fræðslufundur fyrir foreldra nýnema verður miðvikudaginn 17. september 2008.
- Þórsmerkurferð nýnema verður farin dagana 16.-18. september 2008.
- Haustfrí verður fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október 2008.
- Síðasti kennsludagur haustannar verður þriðjudaginn 2. desember 2008.
- Jólapróf hefjast miðvikudaginn 3. desember 2008.
- Jólaprófum lýkur þriðjudaginn 16. desember 2008.

Dagsetningar vorannar 2009 er hægt að sjá á heimasíðunni undir Þjónusta-Skóladagatal.