Kvennó sigrar Gettu betur 2011

Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði MR í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í æsispennandi úrslitaviðureign í gærkvöldi. Þetta er ekki einungis í fyrsta skipti sem Kvennaskólinn sigrar þessa keppni heldur hefur nú í fyrsta skipti í sögu Gettu betur stelpa verið í vinningsliðinu. Keppnin var eins og áður segir afskaplega spennandi og hnífjöfn allt til enda en lokatölur voru 21:22. Það var frábær stemmning í Háskólabíói þar sem keppnin fór fram í beinni útsendingu. Fullur salur af hressum og spenntum áhorfendum frá báðum skólum.


Nemendur og starfsfólk Kvennó eru afskaplega stolt af skólanum sínum og frammistöðu Bjarka, Bjarna og Laufeyjar. Til hamingju Kvennó, vel gert!


Félagar Laufeyjar Haraldsdóttur, liðskonu Kvennóliðsins, bíða óþreyjufullir eftir að óska henni til hamingju.

Hljóðneminn verður hjá Kvennó næsta árið.

Kennarar Kvennó að vonum glaðir með árangur Bjarna og félaga.

Lið Kvennó: Steindór Grétar Jónsson aðstoðarþjálfari, Laufey Haraldsdóttir, Björn Teitsson aðstoðarþjálfari, Bjarki Freyr Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson þjálfari og Bjarni Lúðvíksson ásamt Erni Úlfari Sævarssyni dómara keppninnar.

 

Kvenskælingar sömdu vísukorn um stjórnendur Gettu betur í tilefni dagsins. Hér að neðan má sjá textana við vísurnar sem virtust falla vel í kramið hjá Gettu betur fólkinu.


Vísan um Örn var sungin við lagið um Bjössa á mjólkurbílnum:
Hver situr eins og ljón með aðra hönd á stýri?
Örn á Fróðleiksbílnum, Örn á fróðleiksbílnum.
Hver sem spurningar og skellir sér í yoga?
Örn á Fróðleiksbílnum, hann Öddi fróðleikskall.

Marteinn stigavörður fékk vísu um sig sungna við lagið Eninga, meninga:
Eninga meninga, Matti á skrítna peninga
Sjúkkadi, búkkadi, klæðist bara fínerí!

Vísan um Eddu spyril var sungin við lag James Blunt You're Beautiful: 
Þú ert falleg, þú ert falleg, Edda! Þegar ég sá þig fyrst, í sjónvarpi og ég heillaðist af þér, viltu komá deit með mér!