Leikhúsferð vetrarins

Einu sinni á ári fara nemendur Kvennaskólans í leikhús. Að þessu sinni varð fyrir valinu sýningin Englar alheimsins  í Þjóðleikhúsinu. Þriðjudagskvöldið 29. október fylltu Kvennskælingar stóra salinn og var gríðarlega mikil stemmning í salnum. Nemendur upplifðu sársaukann, hlýjuna og húmorinn í verkinu og fögnuðu ákaft í lok sýningar.