Baksturskeppni í Uppsölum í tilefni Eplavikunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Listanefndin í Kvennaskólanum var með sælkerakvöld síðastliðinn mánudag í tilefni eplavikunnar.  Um var að ræða baksturskeppni þar sem verðlaun voru veitt fyrir frumlegustu, flottustu og bestu kökuna. Eina reglan var að kakan átti að tengjast eplum á einkvern hátt. Dómarar voru Hlöðver matreiðslumeistari og  Ásdís Ingólfsdóttir eplasérfræðingur.
Rebekka Helga Pálsdóttirog Sigurður Bjarki Hlynsson unnu keppnina, en þeirra kaka var súkkulaðikaka í laginu eins og epli og með bleiku kremi. Í lokin var boðið upp á heitt súkkulaði og spilað var rommý frameftir kvöldi.