Aðventutónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 16. desember kl. 15.00.
Sungin verða nokkur verk af trúarlegum toga en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög af ýmsu tagi. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri. Tónleikarnir eru tilvalin skemmtun á aðventunni fyrir alla fjölskylduna og koma gestum áreiðanlega í sannkallað jólaskap. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Eftir tónleika verður kaffisala í mötuneyti Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9, til styrktar kórstarfinu.