Vettvangsferð til Þingvalla

Þriðjudaginn 17. apríl fóru nemendur í valfaginu "Umhverfismál og ferðalandafræði" í vettvangsferð til Þingvalla. Þar fengu þeir kynningu á þjóðgarðinum og náttúru hans, í dæmigerðu íslensku vorveðri. Rætt var um framtíð svæðisins sem náttúruverndar- og ferðamannastaðar, forsendur þess að Þingvellir eru á heimsminjaskrá og síðan voru náttúrufar og saga skoðuð. Svona ferðir eru skemmtileg tilbreyting frá námi inni í kennslustofu og skilja oft meira eftir sig en hefðbundnir tímar innandyra. Vonandi verður skólakerfinu gert mögulegt að auka útikennslu og námsferðir með nauðsynlegum fjármunum því það eru peningar sem skila árangri.

 

Þingvellir berg