Forritunarkeppnin 2005

Strákarnir sem tóku þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Kvennaskólans nú um helgina stóðu sig með sóma þó ekki ynnu þeir til verðlauna að þessu sinni. Einar Geirsson, Einar Óli Guðmundsson og Hinrik Gylfason úr 4NS voru mættir klukkan átta á laugardagsmorgunn og glímdu við ýmis forritunardæmi fram eftir degi ásamt fjölda keppenda úr öðrum framhaldsskólum. Keppnin fór vel fram og var hin besta skemmtun fyrir þátttakendur. Háskólinn í Reykjavík á heiður skilinn fyrir hversu vel er staðið að keppninni og fær bestu þakkir frá okkur í Kvennó. Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2005 lauk svo rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið með verðlaunaafhendingu.