CSI?

Þeim leiddist ekki stelpunum í 3NL í morgun í LÍF103. Þær krufu svín undir handleiðslu Krístínar Marínar líffræðikennara og minnti stofa N6 næstum því á líkhúsið í CSI. Þær fundu ósæðina og skáru sundur hjarta og ýmislegt fleira áhugavert. Eins og sjá má á myndunum var unnið af miklu öryggi og ekki að efa að þessi kennslustund á eftir að lifa í minningunni.

Á myndinni til hægri sýnir Kristín Marín okkur ósæðina.

 

 

 

 

 

 

 


Ingunn og Krístín með fagleg handtök á hjartanu.


Sunnu og Jóhönnu leiddist ekki. Upprennandi skurðlæknar?