Aðventutónleikar Kórs Kvennaskólans, 2. desember kl. 20.00

Kór Kvennaskólans heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni á fyrsta sunnudegi í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember kl. 20.00. Sungin verða nokkur verk af ýmsu tagi en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri og einn kórfélagi syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir, stúdent frá Kvennaskólanum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Mynd: Hluti kórsins í sönnu jólaskapi