Skólinn settur í 141. sinn

Kvennaskólinn í Reykjavík var settur 19. ágúst. Nú er 141. starfsár skólans hafið en hann var stofnaður 1. október árið 1874.  Heildarfjöldi nemenda er 655, þar af 215 í 1. bekk. Starfsmenn eru 62.
Skólanámskráin er öll hér á heimasíðunni. Hún tekur mið af lögum um framhaldsskóla frá 2008 og er námstíminn sveigjanlegur, 3-4 ár. Allar bóknámsbrautir skólans til stúdentsprófs hafa verið staðfestar af mennta - og menningarmálaráðuneytinu.