Senn líður að jólum og nú birtist jólakvæði eftir Jóhannes úr Kötlum ( 1899-1972)

Jóhannes (Bjarni Jónasson) var fæddur að Goddastöðum í Dölum en fluttist hálfs árs gamall með fjölskyldu sinni að Ljárskógarseli í sömu sveit. Skáldaheitið Katla tók hann eftir svonefndu svæði við ána Fáskrúð skammt frá Ljárskógarseli. Hann lauk kennaraprófi 1921og kenndi við ýmsa skóla í Dalasýslu 1917-1932. Flutti þá til Reykjavíkur og kenndi einn vetur í Austurbæjarskólanum en einbeitti sér síðan að ritstörfum. Gerðist þá ljóðskáld, rithöfundur, þýðandi og einnig alþingismaður.

Jólakötturinn

Þið kannizt við jólaköttinn,
– sá köttur var gríðarstór.
Fólk vissi ekki hvaðan hann kom
eða hvert hann fór.

Ef mjálmað var aumlega úti
var ólukkan samstundis vís
Allir vissu´, að hann veiddi menn
en vildi ekki mýs.

Hann lagðist á fátæka fólkið,
sem fékk enga nýja spjör
fyrir jólin – og baslaði og bjó
við bágust kjör.

Frá því tók hann ætíð í einu
allan þess jólamat,
og át það svo oftast nær sjálft,
ef hann gat.

Því var það, að konurnar kepptust
við kamba og vefstól og rokk,
og prjónuðu litfagran lepp
eða lítinn sokk.

Því kötturinn mátti ekki koma
og krækja í börnin smá.
– Þau urðu að fá sína flík
þeim fullorðnu hjá.

Og er kveikt var á jólakvöldið
og kötturinn gægðist inn,
stóðu börnin bíspert og rjóð,
með böggulinn sinn.

Máske, að leitin að þeim sem líða
af ljós-skorti heims um ból,
gefi ykkur góðan dag
og gleðileg jól.

Jóhannes úr Kötlum
(Jólin koma.Kvæði handa börnum,1932).