1NF og NA á sýningunni 871 ± 2

Nemendur 1NF og NA fóru í vikunni í sögutímanum á sýninguna 871 ± 2.
Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Nemendur höfðu bæði gagn og gaman af þessari sýningu og kom þeim á óvart hversu tæknivædd sýningin er.  Í framhaldi af sýningunni munu nemendur vinna verkefni tengt sýningunni með því að nýta sér vefinn  www.reykjavik.is  og fara á landnámsvefinn og kynna sér landnámið.  Vefurinn er afar fræðandi fyrir þá sem vilja kynna sér það sem að ofan greinir.

Allir sem ekki hafa farið á þessa sýningu eru hvattir til að láta það verða sitt fyrsta verk.