4. T heimsækir þjóðdeild Þjóðarbókhlöðu

Á dögunum heimsóttu stúdentsefni á málabraut þjóðdeild Þjóðarbókhlöðu með íslenskukennara sínum en bekkurinn hefur lagt stund á málsögu á vorönn. Tilgangurinn  var að sjá frumútgáfu af þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem kom út í Hróarskeldu árið 1540. Starfsmennirnir Guðrún Eggertsdóttir og Jökull Sævarsson tóku á móti hópnum og miðluðu af fróðleik sínum. Nemendur fengu einnig tækifæri til þess að skoða nokkur af  sérsöfnum þjóðdeildarinnar m.a.merkilegt bókasafn Benedikts S. Þórarinssonar og einstakt Biblíusafn tungumálamannsins Ragnars Þorsteinssonar sem vildi stunda samanburð á ýmsum málum og mállýskum og taldi Biblíuna góða leið til þess enda ein mest þýdda bók sem út hefur komið.