Vortónleikar kórs Kvennaskólans verða í Aðventkirkjunni sunnudaginn 3. maí kl. 15

Kórsöngur eflir þor og dáð!

Við í kórnum erum að bardúsa ýmislegt utan skólatíma. Um síðustu helgi fórum við t.d. í æfingabúðir og samhristing í Grímsnesið. Veðrið var dásamlegt og mikil leikgleði í þessum flotta hópi, sem fyrir daginn skipulagði Pálínuboð, ratleik, söng og skapandi vinnu.  Í æfingaferðinni var svo skerpt á öllum flottu lögunum sem skal flytja á vortónleikum kórsins sunnudaginn 3. maí, kl 15:00 í Aðventkirkjunni (við hliðina á Bónus við Hallveigarstíg). Við hvetjum alla nemendur og starfsfólk skólans til að mæta 3. maí og njóta söngsins með okkur. Eftir tónleika verður boðið upp á kaffi og kruðerí.