Kvennaskólanemendur vinna til verðlauna í keppninni Vertu til.

Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks var kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa efndi til meðal framhaldsskólanema. Framhaldsskólunum var skipt niður í fjóra riðla og stóðu nemendur Kvennaskólans sig mjög vel í sínum riðli..
Slagorð keppninnar var Lifum af – fækkum banaslysum í umferðinni. Keppt var um besta vefsjónvarpsþáttinn, besta slagorðið, bestu ljósmyndina og bestu krækjuna á netinu og gátu bæði skólar og einstaklingar unnið.
Framlag Kvennaskólans í Reykjavík hlaut  verðlaun fyrir besta vefsjónvarpsþáttinn og fékk nemendafélagið Keðjan 100 þúsund krónur í sjóðinn sinn fyrir stuttmyndina Sambandsslitin.. Hægt er að sjá myndbandi hér.  Þeir sem stóðu að myndbandinu heita Eggert Arason, Óttar Ingi Þorbergsson, Sturla Lange og Andrés Hjörvar Sigurðsson.  Fyrir bestu ljósmyndina fékk  Ívar Örn Clausen myndavél í verðlaun og fyrir besta slagorðið vann Camilla Margrét Thomsen iPad.

 Ívar Örn fékk Canon EOS fyrir bestu ljósmyndina í riðli tvö.

Myndin sem Ívar Örn tók heitir Illt er að keyra í slæmu skyggni

Hér er Camilla að taka við iPad frá starfsmanni Eplis en iPadinn fékk Camilla fyrir besta slagorðið í riðli tvö. Slagorð Camillu var "Mættu frekar seinna en aldrei".