Breytingar á bókalista

Nokkrar breytingar hefur þurft að gera á bókalista Kvennaskólans fyrir skólaárið 2008-2009 frá þeirri útgáfu sem fór á heimasíðuna fyrr í sumar.
Breytingarnar eru í eftirfarandi áföngum: EFN 103, STÆ 263 og ÞÝS 503.
Vinsamlegast kynnið ykkur fyrrnefnda áfanga í nýjustu útgáfu bókalistans, en hana er hægt að nálgast með því að smella hér eða með því að velja Í deiglunni-Bókalisti af valmyndinni á forsíðu.