Tjarnardagar

7. og 8. febrúar verða svokallaðir Tjarnardagar í Kvennaskólanum.  Þá sækja nemendur skólans fjölbreytt námskeið víða um bæinn í stað hefðbundinnar kennslu.  Fimmtudaginn 9. febrúar verður síðan árshátíð nemendafélagsins haldin á Hótel Selfossi.  Þar munu nemendur og starfsfólk skólans snæða þriggja rétta máltíð og njóta skemmtiatriða.  Að því loknu leika Páll Óskar og Milljónamæringarnir fyrir dansi ásamt Bogomil Font.