Heilsueflandi framhaldsskóli

Nú eru tvö ár liðin síðan Kvennaskólinn hóf þátttöku í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Stýrihópur innan skólans hefur nú þegar unnið að því að móta stefnu hvað varðar næringu og hreyfingu en það eru tvær meginstoðir verkefnisins auk geðræktar og lífsstíls. Ýmislegt hefur áunnist í næringarmálunum og er t.d. búið að taka allt gos úr mötuneyti skólans, farið er að selja búst sem búið er til innan skólans, lögð er áhersla á heilhveitipasta og -spaghetti svo eitthvað sé nefnt. Á ári hreyfingar næsta vetur er ýmislegt á döfinni og má þar til dæmis nefna hjóladag í september, lífshlaup í Vatnsmýrinni í október, gönguferð um Öskjuhlíðina í apríl o.fl. Eftir ár hreyfingarinnar mun stýrihópurinn síðan vinna að því að móta stefnu í geðrækt og lífsstíl. Kvennaskólinn lítur á verkefnið um Heilsueflandi framhaldsskóla sem mjög mikilvægt verkefni fyrir jafnt unga sem aldna innan skólans.