Valkynning

Þriðjudaginn 28. febrúar munu kennarar skólans kynna þá valáfanga sem í boði eru næsta vetur. Kynningin fer fram á 2. hæð Miðbæjarskólans. 1. bekkur mætir á kynninguna kl. 9:15 en 2. og 3. bekkur mæta kl. 10:00. Brautarstjórar verða svo til viðtals í stofum M14 og M15 frá kl. 11-13. Nemendur í 1. og 2. bekk fá valblöðin í hendur fyrir valkynninguna en þeir sem eru í 3. bekk og hyggjast útskrifast næsta vetur fá valblöðin send í tölvupósti.