Heimsókn frá Sönderborg Statsskole

Þessa viku verða 26 nemendur og tveir kennarar frá Sönderborg Statsskole í heimsókn hjá okkur. 3.T. hefur veg og vanda að heimsókninni en þau heimsóttu  Sönderborg  í mars síðastliðnum.  Dönsku gestirnir komu til landins í gær og  byrjaðu  ferðina með  heimsókn í Bláa Lónið.  Í morgun hafa þeir setið í kennslustundum  með vinum sínum í 3.T og eftir hádegi ætla þau í hvalaskoðun.   Hópurinn ætlar einnig skoða Alþingi og fara dagsferð á Gullfoss og Geysi. Þau ætla líka að skoða Nesjavallavirkjun, Þingvelli og fara í flúðasiglingu.  Íslensku og dönsku nemendurnir verða með sameiginlega skemmtun í skólanum og gera margt fleira til þess að hnýta vináttuböndin enn frekar.  Við bjóðum Danina velkomna og  vonum að veðrið leiki við þá og dvölin verði ánægjuleg.      

Meðfylgjandi mynd var tekin af danska hópnum fyrir utan Kvennaskólann.