Nemendur í eðlisfræðivali fóru í heimsókn í H.R.

Eðlisfræðivalið EÐL3L05 fór ásamt kennara sínum í heimsókn í H.R. þriðjudaginn 20. nóv. Þar tók Haraldur Auðunsson á móti hópnum og sýndi þeim sitt af hverju tagi sem tengist raungreinum. T.d. ýmsa eðlisfræðilega smíðisgripi eftir nemendur skólans, tilraunastofu þar sem seprafiskar voru notaðir til rannsókna á svefnlyfjum og fleiri lyfjum og röntgenmyndatæki. Ennfremur voru skoðaðar tilraunastofur fyrir verklega eðlisfræði og þar sýndi gamall Kvennónemandi, Matthías, hópnum fjarstýrðan kafbát sem nemendur eru alltaf að þróa. Þetta var bæði skemmtileg og fróðleg heimsókn.