Eðlisfræðihópur heimsótti Háskólann í Reykjavík

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í HR föstudaginn 15. apríl. Þar tók Haraldur Auðunsson á móti hópnum. Fyrst var var farið í kennslustofur fyrir verklega eðlisfræði og þar skoðuðu krakkarnir rafala af ýmsum gerðum sem nemendur höfðu smíðað. Einnig Van De Graaff  rafal, fljúgandi diska, ljósleiðarabúnað, lítinn kafbát og margt fleira. Var þetta allt mjög fróðlegt og skemmtilegt sbr. meðfylgjandi myndir.