Kvennaskólinn í Reykjavík - Innritun

 

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2007-2008 stendur til 11. júní. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum www.menntagatt.is.
 
Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs á þremur brautum:
 
- Félagsfræðabraut
- Málabraut
- Náttúrufræðibraut

 
Í skólanum er bekkjakerfi en þó er mikið val á 3. og 4. námsári.
 
Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins. Þau eru háð brautarvali nemandans.
 
Námsráðgjafar verða til viðtals innritunardagana frá klukkan 9-17 í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9.
 
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans www.kvenno.is.