lifandi bókasafn á morgun 6. apríl

Lifandi bókasafn verður á morgun, miðvikudaginn 6. apríl í Uppsölum klukkan 10:40-13:00. Þema bókasafnsins er listir og  menning. Skipulag og undirbúningur er alfarið í höndum nemenda í áfanganum FÉL221. Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá ,,lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á, bækurnar í lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Í Lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst. Kennarar og nemendur eru hvattir til þess að koma og taka þátt í viðburðinum.