Ljóð vikunnar er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist þann 16.nóvember 1807 sem er dagur íslenskrar tungu.

Ljóð vikunnar er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist þann 16.nóvember 1807 sem er nú dagur íslenskrar tungu. Jónas var fæddur að Hrauni í Öxnadal en ólst upp á Steinsstöðum í sömu sveit og Hvassafelli í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1829 og las síðan lögfræði og síðar náttúrufræði við Hafnarháskóla. Hann var einn af stofnendum ársritsins Fjölnis. Hann dvaldist við náttúrurannskóknir á Íslandi 1837 og 1839-1842. Annars dvaldi Jónas í Danmörku og andaðist þar 1845, aðeins 37 ára að aldri
Þeir sem vilja fræðast meira um Jónas Hallgrímsson geta skoðað síðuna um hann hér.

Ljóð vikunnar heitir Söknuður.

Söknuður

Man ég þig, mey,
er hin mæra sól
hátt í heiði blikar.
Man ég þig, er máni
að mararskauti
sígur silfurblár.

Jónas Hallgrímsson (1807-1845)