Kosningaúrslit

Í gær fóru fram kosningar í nefndir og helstu embætti Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans.

Helstu úrslit urðu sem hér segir:
Formaður var kjörinn Sindri Már Hjartarson (ekki munaði miklu á honum og mótframbjóðandanum Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur).
Gjaldkeri Keðjunnar: Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Formaður skemmtinefndar: Ari Freyr Ísfeld.
Formaður listanefndar: Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Formaður Fúríu: Vala Björg Valsdóttir.
Formaður ritnefndar: Halla Einarsdóttir.
Formaður Loka: Óttar Hrafn Kjartansson.