Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 8. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9.
Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa, félagslíf nemenda og störf umsjónarkennara.