Gettu betur

Lið Kvennaskólans tók þátt í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV, í gær. Keppt var við lið Flensborgarskóla og höfðu Kvenskælingar betur, sigruðu í viðureigninni með 19 stigum gegn 16 stigum Hafnfirðinga. Lið Kvennaskólans er þar með komið áfram í aðra umferð.