Æfingaferð Kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Skálholti dagana 3.-5. nóvember. 26 kórfélagar tóku þátt í ferðinni og var æft af krafti. Hópurinn æfði mest í svokölluðum Sumarbúðum Skálholts en liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. Var það mikil upplifun og góð tilbreyting frá söng í skólastofu, ekki síst fyrir nýja félaga. Megináherslan var lögð á æfingu jólalaga fyrir jólatónleika kórsins sem stendur til að halda í Fríkirkjunni laugardaginn 16. desember nk.