Kynning á Fiðrildavikunni

Miðvikudaginn 5. mars kemur fulltrúi UNIFEM á Íslandi í heimsókn í Kvennaskólann til að kynna Fiðrildavikuna sem stendur frá 3. mars til 8. mars og er ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Meðal annars fer fram Fiðrildaganga miðvikudaginn 5. mars kl. 20.00 þar sem gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Kynningin í Kvennaskólanum verður í hádegishléinu í matsalnum miðvikudaginn 5. mars.
Hægt er að lesa nánar um Fiðrildavikuna í auglýsingu UNIFEM á Íslandi með því að smella hér (Word-skjal).