Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Laugardaginn 29. október fer fram hin árlega forritunarkeppni framhaldsskólanna. Það er Háskólinn í Reykjavík sem stendur fyrir keppninni og þetta er annað árið sem Kvennaskólinn sendir lið til þátttöku. 
Það eru þeir Einar Geirsson, Einar Óli Guðmundsson og Hinrik Gylfason sem mynda lið Kvennaskólans en þeir eru nemendur í 4NS. Strákunum eru að sjálfsögðu sendar óskir um gott gengi og við munum flytja fréttir af þeim að keppni lokinni.