Fyrsta gönguferðin í útivistaráfanganum

Nú á haustmisseri býðst nemendum skólans að taka þátt í valáfanga þar sem útivist og umhverfisskoðun eru fléttuð saman.
Föstudaginn 3. september var fyrsta gangan farin. Rúmlega 60 nemendur fóru ásamt kennara í strekkingi og svolítilli súld upp í Búrfellsgjá ofan Hafnarfjarðar og gengu upp á fjalli. Þar fengu þeir góða hreyfingu og virtu fyrir sér fjölbreytta náttúru svæðisins.
Alls eru skipulagðar 8 ferðir í áfanganum. Nemendur útbúa skýrslur eftir hverja ferð þar sem þeir fjalla um það sem fyrir augu ber, ekki síst hvaða jarðfræðilegu fyrirbæri verða á vegi þeirra. Þeir útskýra síðan valin atriði út frá því sem þau hafa lært í jarðfræði og landafræði  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni.