2T er í Sönderborg

2T er í Sønderborg ásamt Björk og Erlu Elínu. Hópurinn kom í fyrradag til Kaupmannahafnar, spókaði sig á Strikinu og verslaði smávegis. Sunnudagurinn var helgaður heimsókn í safn Karenar Blixen og listasafnið Louisiana og svo var ekið með rútu til Suðurjótlands þar sem 2X í Statsskolen Sønderborg tók á móti þeim.

2T býr heima hjá nemendum 2X og það var ekki laust við nokkurn kvíða þegar við keyrðum að skólanum og nemendur Kvennaskólans sáu "nýju fjölskyldurnar sínar". Allt fór þó vel og allir voru ánægðir. Mánudagsmorguninn hefur farið í verkefnavinnu. Við erum með fína stofu með tölvum og fólk er á kafi í skýrslum frá dönsku hagstofunni og öðru álíka. Dönsku krakkarnir vinna með og bæta við sinni visku og nokkrir úr 2T fara um ganga og spyrja nemendur um hefðir þeirra á jólum, vinnu með skólanum, tónlistarsmekk og annað í þeim dúr. 

Í kvöld er svo MacDonald og keila!