Epladagurinn 20. nóvember

Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Allir nemendur skólans fá epli frá nemendafélaginu og starfsmenn líka. Kennt er til kl.13:10 en þá hefst skemmtidagskrá í Uppsölum. Þar fer fram eplalagakeppni, rauðkukeppni (þ.e. keppni um hver er rauðklæddastur) og eplamyndin er sýnd. Nemendur bjóða umsjónarkennurum sínum út að borða og síðan er hið vinsæla eplaball .  Myndin hér til hliðar er eftir nemendur í skólanum.

 

 

 

Starfsmönnum og nemendum færð epli

 

Sigurvegari rauðkukeppninnar 2014, Rebekka Lind 2NA