Kórinn syngur í Lundúnum

Seinni partinn í dag heldur kór Kvennaskólans til Lundúna þar sem hann mun dvelja til mánudagsins 20. mars. Hann mun m.a. syngja í Covent Garden Market, föstudaginn 17. mars og við íslenska messu í þýsku kirkjunni á Montpelier Place í Lundúnum, sunnudaginn 19. mars. Stærsta verkefnið verða tónleikar kórsins í sömu kirkju síðar sama dag. Þar mun hópurinn flytja fjölbreytta efnisskrá. Í ferðinni taka þátt 20 kórfélagar, auk kór- og fararstjóra, og verður tækifærið notað til að fara í leikhús, á söfn og skoða borgina.
Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og fararstjóri með henni er Elva Björt Pálsdóttir.