Þórsmerkurferð nýnema

Nýnemar fara í Þórsmörk dagana 28.-30. september.
Hópnum verður skipt í tvennt eins og hér segir:
• Þriðjudaginn 28. september kl. 8.30 leggja 1NF, 1FÞ og 1NA af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
• Miðvikudaginn 29. september kl. 8:30 leggja 1H, 1FF og 1NÞ af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
Hvor hópur gistir eina nótt í svefnpokaplássi í skálum Útivistar í Básum í Goðalandi.

Tilgangur ferðarinnar er tvíþættur. Annars vegar að gefa nýnemum tækifæri á að eiga góða stund saman utan veggja skólans og  stunda skemmtilega og heilbrigða útiveru. Hins vegar tengist ferðin náminu í jarðfræði og munu nemendur fá jarðfræðilega leiðsögn. Einnig gefur þetta þeim sem eru í forsvari fyrir félagslíf skólans tækifæri til að kynnast hópnum.
 
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir og Friðrik Dagur Arnarson verða í Þórsmörk með báðum hópunum. Stjórn nemendafélagsins Keðjunnar verður einnig á staðnum.
Ásdís Ingólfsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir fylgja seinni hópnum og sækja fyrri hópinn á miðvikudeginum.