Verðandi kennarar í starfsnámi í Kvennaskólanum

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem nemunum er gefin innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Kennslugreinar nemanna í ár eru félagsfræði, saga og íslenska. Leiðsagnarkennarar þeirra eru Björk Þorgeirsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Sigrún Halla Guðnadóttir og Sólveig Einarsdóttir. Verkefnisstjóri er Ingveldur Sveinbjörnsdóttir.
Myndin er tekin á fyrsta fræðslufundi vetrarins.
Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og þeim óskað góðs gengis.