Kvennaskólinn stofnaður 1874

Flestir sem spreyttu sig á könnun vikunnar svöruðu réttilega að Kvennaskólinn hefði verið stofnaður árið 1874 eða 77% þeirra sem tóku þátt. 11% töldu að skólinn hefði verið stofnaður 1909, 9% að hann hefði verið stofnaður 1899 en fæstir töldu að hann hefði verið stofnaður 1944 eða 3%. 
Ný könnun er komin á heimasíðuna og er hún nær okkur í tíma en sú síðasta.