Nemendur í Parísarferð

Síðastliðinn föstudag lögðu nemendur í Parísaráfanganum (frönsku 473) í hann, áleiðis til Parísar. Þar dvelur hópurinn fram á miðvikudag (20. febrúar). Hópurinn dvelur á Hôtel New Parnasse og eru tveir kennarar með í för (Margrét Helga Hjartardóttir og Jóhanna Björk Guðjónsdóttir) en nemendurnir eru 15 talsins. Dagskráin er nokkuð þétt, nemendur heimsækja merkisstaði í borginni og vinna verkefni þar sem þeir þurfa m.a. að taka viðtöl við Parísarbúa og þá er t.d. gönguferð undir leiðsögn Kristínar Jónsdóttur á dagskrá í fyrramálið (þriðjudag).
Hópurinn heldur úti blogg-síðu á meðan á ferðinni stendur og er slóðin á hana: http://www.blog.central.is/paris2008.