Skólasetning

Þriðjudaginn 22. ágúst verður Kvennaskólinn settur og hefst þar með starfsárið 2006-2007.
Nemendur eiga að mæta í Uppsali við Þingholtsstræti og munu þeir hitta umsjónarkennara og fá afhentar stundatöflur. Nýnemar í 1. bekk mæti kl. 14.00 en eldri nemendur kl. 15.30.
Búið er að opna fyrir aðgang að stundatöflu eldri nemenda í Innu.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.