Ljóð vikunnar er eftir Sólrúnu Öglu Bjargardóttur 3 FF, f. 15. febrúar 1994.

Sólrún samdi ljóðið í prófi nú í vor og er þetta kveðjuljóð til skólans þar sem Sólrún er að útskrifast.

Nú er síðasta prófinu lokið
höndin stíf og bakið hokið
í prófinu er þetta litla ljóð
samdi það nú í lokin, þreytt og móð

ljúfsár tár í lúnum augum
og félagar í kring að farast á taugum.
Lít út um gluggann á sólina bjarta
finn sáran sting í kvennóhjarta.
En ég geng út í hinsta sinn
Kvennaskólinn þú verður alltaf minn