Stóri háskóladagurinn

Allir háskólar landsins verða með kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 17. febrúar kl. 11:00-16:00 á þremur stöðum í Reykjavík.

Þarna gefst framhaldsskólanemendum kjörið tækifæri til að skoða hvað háskólar landsins hafa upp á að bjóða og ættu sérstaklega þeir sem eru óákveðnir varðandi nám eftir stúdentspróf að kíkja á kynningarnar.

Í Borgarleikhúsinu verða eftirfarandi skólar:
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst,
Háskólinn í Reykjavík, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum,
Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands

Í Háskólabíói verður Háskóli Íslands.

Í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð verður hægt að sjá hvað sá skóli býður upp á.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskóladagsins á www.haskoladagurinn.is.