Aðalfundur foreldraráðs 8. nóvember kl. 20

Til forráðamanna nemenda Kvennaskólans í Reykjavík.

Foreldraráð Kvennaskólans í Reykkjavík boðar aðalfund þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 að Fríkirkjuvegi 9, stofu N2
Dagská aðalfundar:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritar
b) Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi foreldraráðs
c) Umræður um skýrslu stjórnar
d) Afgreiðsla á starfsreglum foreldraráðs
e) Stjórnarkjör
f) Önnur mál.

Hlutverk foreldraráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna nemenda við skólann, sbr. 50. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Foreldraráðið vinnur með Heimili og skóla og er gott tæki til að styrkja foreldra til að taka meiri þátt í umhverfi barna sinna og til að koma ábendingum og tillögum til skólans. Við hvetjum alla til að mæta og eins að koma með hugmyndir um hvernig þið viljið sjá félagið vinna og hvar áhugi er til að breyta og bæta. Í hinum ýmsu starfandi foreldarfélögum framhaldsskólanna hefur verið unnið mjög gott starf og við í Kvennaskólanum viljum gera eins vel og við getum og vitum að með góðri samvinnu við foreldra tekst okkur að gera enn betur.

Nýverandi foreldraráð skipa: Anna Kristín Kristinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Hansen, Steinunn Björk Eggertsdóttir og Vilborg Anna Árnadóttir. Ragnheiður Hansen er áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.