Heimasíðan fær góðar viðtökur

Hin nýja heimasíða Kvennaskólans fær góðar viðtökur. Margir hafa lýst ánægju með andlitslyftinguna, bæði nemendur, starfsfólk og foreldrar. Óformleg könnun var í gangi á heimasíðunni síðastliðna viku þar sem var spurt hvort viðkomandi væri sátt(ur) við nýju heimasíðuna. 269 greiddu atkvæði og var yfirgnæfandi meirihluti sáttur (230 atkvæði eða 85.5%), 23 voru ósáttir (8.55%) og 16 voru hlutlausir (5.95%).
Nú er ný könnun komin á heimasíðuna þar sem reynir á sögukunnáttuna:)