1NA í pizzuveislu

Hefð er fyrir því að verðlauna þann bekk sem sýnir bestu skólasókn hvers vetrar í Kvennaskólanum með pizzuveislu heima hjá skólameistara.
1NA var með bestu mætingu allra bekkja þennan veturinn eða meðalraunmætingu 95%. Þeim var því boðið til skólameistara ásamt umsjónarkennara þeirra, Ásdísi Ingólfsdóttur.
15 nemendur úr bekknum mættu í veisluna, ekki komust allir því sumir voru farnir til útlanda eða út á land. Þeir sem mættu áttu skemmtilega kvöldstund með umsjónarkennara sínum, skólameistara og aðstoðarskólameistara.