Tjarnardagar 2007

Þriðjudaginn 6. febrúar hefjast Tjarnardagar Kvennaskólans. Þriðjudag og miðvikudag leggja nemendur stund á óhefðbundið nám með því að skrá sig í hina ýmsu pakka, t.d. jöklapakka, góðgerðarpakka, útilífspakka ofl. Á fimmtudag er síðan árshátíð Keðjunnar á Hótel Selfossi og á föstudag fá allir að sofa úr sér skemmtun fimmtudagskvöldsins því þá er frí. Hefðbundin kennsla hefst síðan að nýju mánudaginn 12. febrúar. Hægt er að lesa nánar um dagskrá Tjarnardaga á heimasíðu Keðjunnar www.kedjan.is.
Á meðfylgjandi mynd má sjá að örtröð var í miðasölunni í Uppsölum í dag fyrir árshátíðina.