Lið Kvennaskólans og MH keppa í Gettu betur föstudaginn 7. febrúar

Kvennaskólinn og MH keppa í sjónvarpi föstudaginn 7. febrúar.  Þetta er önnur viðureign í átta liða úrslitum.  Fyrsta viðureign fór fram um síðustu helgi en þá sigraði MA Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi í æsispennandi keppni. 

Á milli atriða í keppninni á föstudag koma innslög um skólana, félagslíf, menningu og stemmningu í kringum Gettu betur.  Þeir Björn Bragi, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson kíkja við í skólunum og kynna sér hvað ber hæst í skólalífinu.  Meðal annars er skyggnst á bak við tjöldin hjá keppnismönnum.

Keppnin verður í beinni útsendingu kl. 20:10.  Stuðningsmenn eru beðnir að mæta kl.19:15 í Efstaleitið.

Verum dugleg að styðja okkar frábæra lið!

Áfram Kvennó!!!